We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Þr​æ​ð​ir- lindur sem kli​ð​a

by Áslaug Sigurgestsdóttir & Charles Ross

/
  • Compact Disc (CD) + Digital Album

    36 blaðsíðnabók með skýringum á ljóðunum á íslenskur og Ensku
    Viðskiptavinir á íslandi geta pantað með tölvupósti á dori@vax.is
    Diskurinn kostar 2500.- ( ekkert heimsendingargjald innanlands)
    Diskurinn er einnig til í www.eymundsson.is um allt land

    Beautiful case with word about the songs from Aslaug
    in Icelandic, English

    Design : Villi Warén

    Includes unlimited streaming of Þræðir- lindur sem kliða via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    ships out within 3 days
    Purchasable with gift card

      $20 USD or more 

     

  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $10 USD  or more

     

  • Full Digital Discography

    Get all 17 Waren Music releases available on Bandcamp and save 25%.

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality downloads of Lög við ljóð, Sympathy, Fúsi Fannar DEMO 2003, Without sadness is no happiness, Working for the weekend, Wildfest / Villitíð, Grímsey, It´s all been done, and 9 more. , and , .

    Purchasable with gift card

      $99.75 USD or more (25% OFF)

     

1.
Til Nýliða 04:51
Til nýliða Brostu, auktu birtu og yl, bættu þannig heiminn. Góðum málum gerðu skil gakk til verks ófeiminn. Elskaðu guð og einnig menn, örvaðu fólk til dáða. Á jörðu gildir alúð enn ef hún fær að ráða.
2.
Ákall 01:32
Heyr vorar bænir, öræfaandi, óspilltra fjalla: Gef þú oss mátt til að geyma þinn fjársjóð, um grundir og hjalla. Laufgaðir bakkar, lágvaxinn gróður, lindur sem kliða, burkni í skoru, blóm í lautu, biðja sér griða.
3.
Lúta höfði landsins vættir. Vindar kyrrast vikna klettar. Sær dynur með sorgarómi, lind stein laugar tárum.
4.
Fljótt munu verða færðar til auðnar merkar vinjar af manns völdum. Lönd munu spillast, lón mikil hylja sléttur og holt gróin.
5.
Hreindýr 02:12
Upp í grónum faðmi fjalla ferskur blærinn strýkur hjalla. Endurspegla ótal lindir öræfanna kynjamyndir. Stoltur hreinninn stendur vörð um stóra hjörð. Við háa kletta, hyldjúp síki heiðarlandsins konungsríki reikar frjáls um fjallasali fögur hjörð um eyðidali, gengur létt um grænan svörð og gróna jörð.
6.
Þú ert óræð eins og draumur alltaf fersk og ný, frá þér liggur ljúfur straumur leyniþráðum í. Viðmót þitt á vissan máta vekur spurningar en þú ert eins og glettin gáta gefur aldrei svar. Það er líkt og ljóðsins kraftur leiði út frá þér, mynd þín kemur aftur, aftur upp í huga mér. Ennþá lifir gamla glóðin glampi augna skín, einlægustu ástarljóðin yrki ég til þín.
7.
Glóey 02:38
Vorið blessar börnin sín og bráðum fer að hlýna svo unaðsbláu augun þín ennþá fegurr skína. Glóey ljósflóð sendir sitt, sólargeislinn titrar svo að hrafnsvart hárið þitt í hverfilitum glitrar. Sól á ungan þokka þinn þráir heitt að skína svo megi hún í sérhvert sinn signa fegurð þína.
8.
Hvern varðar um þótt fangi´og flóttamaður sín felli tár. Það gleymir enginn gyðju sinna drauma með gullið hár. Þú komst með eld frá æskudalnum þínum svo ung og blíð og mynd þín verður orpin ástarljóma um alla tíð. Í hljóðri gleði hneig ég þér að barmi af heitri þrá. Og dýrar veigar drakk ég þér af vörum með döggva brá. Ég drekkti mér í djúpum augna þinna dís míns óðs, síðan ert þú lögmál lífi mínu, lind míns blóðs. Enginn harmur, engin dul má skyggja mitt unga blóm Til hinsta dags ég hlýt það einn að geyma sem helgidóm. Hvað sem verður hvert sem örlög bera minn hvíta svan. Í djúpi hugans ljómar lítil stjarna mitt ljósa man.
9.
Hlé - Break Fyrsta haustregnið fellur af þaki andartaksstund er allt að baki Efi og kvöl þig ekki saki - ein ég vaki. Hvert? - Where to? Skammt lifir nætur við skuggann dökka ég skynja beyginn áfram held ég óttaslegin Ferðin er hafin - finn ég veginn? Bið - Waiting Hljóð og tær er haustmorguns blíða Sól í laufi sölnaðra hlíða ein við vatnið ég er að bíða Vafið er allt í vetrarkvíða. Sátt - Reconcile Örlitla stund eftir andstreymi og þögn hefur óskin ræst Tvær manneskjur hafa í vantrú sinni og veikleika mæst í orðlausri þörf fyrir örugga blekking elskast og sæst. Ástúð - Affection Orð um það sem angri veldur ég engin finn Svíður í brjósti sársaukinn - leggur ástúð úr lófa þínum í lófa minn. Skör - Over the Edge Af skörinni drýpur í dimman hyl fellur sem tár við að finna yl dropi af dropa Veit ég í brjósti veðraskil. Ástfangin - In love Um líkama minn sínum mjúku höndum myrkrið fer Hugur minn allur er hjá þér -Ást mína og hamingju enginn þekkir og enginn sér.
10.
Inni logar lampatýra í lágum ranni. Lýsa striti og örbirgð inni illa vistleg húsakynni. Baðstofan er átta álna, örmjó kytra. Þar er miðstöð allra anna; einnig býr þar tugur manna. Út um gluggann oft ég stari annars hugar. Hreysið lága hverfur sýnum. Höll þar birtist sjónum mínum. Hvelfist yfir himinn blár með hundruð ljósa. Veggi mynda fannhvít fjöllin; felld í hverja sprungu er mjöllin. Undir fæti er harðahjarn með hálum blettum. Varpar björtum glampa á gljána geisladýrð hins fulla mána. Norðurljósin leiftra, kvika og lýsa geiminn. Hvergi ber á hjarnið skugga. Hélurósir prýða glugga. Tignum hilmi hæfir þvílík hallarprýði. Norrænn kóngur nefndur vetur, nú mun byggja þetta setur. Það er vegleg höllin hans um heiðar nætur. Oft er kalt í vetrar veldi, vistin hörð á dimmu kveldi.- Þegar úti er hörkuhríð og hvergi skíma, veit ég borgið mér og mínu, moldarkytra, í skjóli þínu!
11.
Út ég leiði lítinn dreng. Laðar heiðið bláa. Elfan freyðir stríð í streng, stúfinn seiðir smáa. Óskir bærast innst í sál eftir færi bíða. Vorsins kæra mjúka mál mun hann læra að þýða.
12.
Glókollur ömmu silkikollur mömmu, snoðkollur afa, dalakollur pabba, litli stúfur pabba síns og lambakóngur mömmu, gerði að karli og kerlingu afa sinn og ömmu, kveldsvæfur mömmu morgunhani ömmu, órabelgur afa, ærslakollur pabba, spilagosi afa síns og sprettfiskur ömmu, blessaður pabba síns og bláskjár mömmu.
13.
Lukka baular lágum rómi, liggur út á bakka. ,,Í mínum spena er mjólk og rjómi, matur fyrir krakka." Læðist refur lipur, nettur, löng er kló á fæti. Áfram skokkar loðinn, léttur, leitar sér að æti. Ærslast glöð á fótum fráum folöldin í haga, gæða sér á grænum stráum og geyma í sínum maga. Léttum fótum geitin gráa gengur fjallið bláa, klifar með sinn kiðling smáa klettariðið háa. Litla kisa létt á fæti læðist fram með húsum forðast bæði ljós og læti, leitar eftir músum. Stundum þegar geðið grátt gengur allt úr lagi, öskrað get ég ógnarhátt eins og naut í flagi.
14.
Hvar varstu í vetur, lóa? Áttirðu setur á sólvermdum ströndum? Söngstu fyrir svörtu börnin? Dreymdi þig ekki á dimmum, heitum kvöldum um nóttlausa veröld norðurhjarans? Var einhver þar sem þú elskaðir svo heitt að þú máttir til með að þreyta flugið yfir óravíð úthöf að syngja fyrir hin sólþyrstu hjörtu og hjúfra þið niður í viðarmóinn í vornóttinni björtu?
15.
Léttum skrefum læðist langt í burtu vorið. Hefur sendan sunnan sólarstaf til þín. Sá er galdri greyptur, getur inn í hjartað letrað léttu flúri lítinn brag til þín.
16.
17.
Austanlands í blíðum blænum blika fríðar, unaðslegar, eðalbláar, ótalmargar klukkur smáar. Dulræn fella daggartár á dýrðarkveldi, brosa sætt við sólaryndi, svigna breiður undan vindi. Fagur er það foldarskart og fangar lyndi; börn þeim unna ákaflega er þær falla, - gráta, trega. Tíðum eigi í túni mínu tíndar voru; helgi þeirra hátt var skrifuð höfð var regla sú og lifuð. Held ég allt sem anda dregur einnig vera, eilíft líf að eignast megi einnig blómin, - það ég segi.
18.
Litróf 03:31
Dagar yfir austurfjöllum einstök fegurð birtist þá, þegar sól á hamrahöllum hampar geislum til og frá. Augnablik ert ofurseldur ávallt gleður dýrðin ný, það er líkt og logi eldur og leiki sér við morgun ský. Tásur bryddar gullnu gliti geislabandið tvinnar nett óðar fær það ýmsa liti yfir himinn bylgjast létt. Við klakabólstra kuldahvíta kátir logar stíga dans svo þá verður ljúft að líta í litabrigðum regnbogans. Sólstafirnir sindra titra senda á regnský léttan koss kristallarnir glampa, glitra og gusast niður líkt og foss. Þegar dagsins kemur kveðja kvölda tekur, húmar að. Pastellitir geðið gleðja er gengur sól í næturstað.
19.
Kveldrún 02:14
Ég skemmt mér hefi að kvöldlagi Skriðuklaustri á, komið niður á Kirkjutún og Kveldrúnu setið hjá. Hún hirðir messuklæðin munkanna þar, sópar kirkjugólfið svo sjáist ekki far. Kirkja sú er grasi vaxin og garðurinn með. Munkarnir þar sofa í mjúkum foldarbeð. Kveldrún hún er vökukona og ver þann kirkjugarð, heldur honum hreinum, hleður steini í skarð. Við aftansöng hún kveikir kirkjuljósa mergð, en munkarnir þeir syngja sálma og bænagerð. Ég tíndi henni í Hömrunum hýrleitt blómasafn, úr grænum bjarkarblöðum bind ég hennar nafn. Blessuð vertu, Kveldrún, og bænahúsið þitt, í grænu kirkjutúni sem gladdi hjarta mitt. Þá kvöldsett eru orðin kirkjuljósin þín ég skal, Kveldrún, ljá þér jólakertin mín. Ég hef komið á Kirkjutún og Kveldrúnu setið hjá. Munkarnir þar sofa og segja engum frá.
20.
,,Skessan út í Skrúðnum skellti sér á lær þegar upp á Hólmahálsi fundust krabbaklær." Urtan svaf á skeri með einn lítinn kóp. Fótléttur maður um fjöruna hljóp; eldsnöggt að vanga hann byssunni brá, fyrst blossi, svo hvellur og urtan stakk sér þá en kópurinn í blóði sínu lífvana lá ... - Sá sem þyrmir urtunni mun aftur kópa fá. Svo innir okkur þjóðsagan atvikunum frá. - Hundrað árum seinna gekk ferðafólk þar hjá ... ,,En skessan úti í Skrúðnum skellti sér á lær þegar upp á Hólmahálsi fundust krabbaklær."
21.
Mamma ber lykla að búri og brjóstum manna. Augun slæða gapandi gjótur þreifa þokuslungin björg. Afdrif mín ókunn. Mamma birtist í draumum sem dalalæða léttir um leið og svefn. Mamma bíður mín heima í hamingjunnar bænum.

about

Nafnið ,,Þræðir" vísar til þess að efniviður laga og tóna er fenginn úr fornum þráðum gamalla kvæðalaga og nýir þræðir spunnir yfir til nútíðar. Við sem að verkinu komum eigum einnig okkar persónulegu þræði; ljóðræna, hljómræna, myndræna og íslensk-skosk-norræna. Undirtitillinn ,,lindur sem kliða" er fenginn að láni úr ljóðinu ,,Ákall" eftir Hákon Aðalsteinsson (með þessum orðum var ljóðið fyrst flutt og birt á póstkorti en orðinu ,,lindur" var breytt í lindir þegar það kom seinna út á bók). Orðið ,,lindur" er óvenjuleg fleirtölumynd orðsins ,,lind", sem þekkist á Austurlandi. Mörgum var kært að koma í Lindur á Vesturöræfum en þær eru nú undir Hálslóni. Efniviður flestra ljóðanna er sóttur í lind náttúrunnar, lind mannshjartans og lind hins forna sagnaarfs og því við hæfi að leyfa lindum að kliða innan um þræði fortíðar.

Ljóðin eru sótt í smiðju 13 höfunda. Þeir eru fæddir á árabilinu frá 1878 - 1970 og tengjast flestir Austurlandi. Höfundarnir eru Blásteinn, Hákon Aðalsteinsson, Ásdís Jóhannsdóttir, Þorbjörn Magnússon, Kristín Jónsdóttir, Erla, Sigrún Björgvinsdóttir, Jórunn Bjarnadóttir, Kristín Sigfinnsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, Jörgen Kjerúlf, Bragi Björnsson og Gerður Kristný.



The title, Threads, is derived from the origin of the notes and songs of old Icelandic chants which have been "strung“ into the context of modern times, both reviving old traditions and threading new variations. In addition, we also add our own personal threads; lyrical, musical, and artistic, as well as influences from our Icelandic, Scottish and Scandinavian backgrounds.
The subtitle, Babbling Water Springs, has been borrowed from Hákon Aðalstein‘s poem, Invocation. Many people experienced the pleasure of visiting the springs of the western wilderness area which now lies underwater at the dam of Hálslón. The roots of most of the material presented in these poems reach from the depths of natural springs, the human heart and old cultural history. We have also allowed a few new springs to run together with the older "threads“ of the past.

The poems come from 13 poets, all of whom are born during the time-period of 1878-1970. Most of them have a special connection to East Iceland. The poets names are Blásteinn, Hákon Aðalsteinsson, Ásdís Jóhannsdóttir, Þorbjörn Magnússon, Kristín Jónsdóttir, Erla, Sigrún Björgvinsdóttir, Jórunn Bjarnadóttir, Kristín Sigfinnsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, Jörgen Kjerúlf, Bragi Björnsson og Gerður Kristný.


Ef til vill má kalla það sem hér heyrist ljóðrænan spuna. Áslaug Sigurgestsdóttir kveður og hjalar en undirleik og tilbrigði við lögin spinnur Charles Ross á fiðlu og ýmis önnur hljóðfæri. Diskurinn hefur að geyma 21 lag, gömul kvæðalög og ný tilbrigði sem að einhverju leiti eru byggð á gömlum stefjum. Gömlu kvæðalögin hafa áður nær eingöngu verið notuð við hefðbundinn kveðskap og flest ljóðanna á diskinum flokkast sem slík en hér er einnig leitast við að teygja kvæðalagið yfir í form nútímaljóða. Lögin eru tengd saman svo úr verður samfellt hljóðverk.
Upptökustjórn og eftirvinna var í höndum Halldórs B.Warén.

Um tónlistina segir Charles Ross: „Á síðastliðnu ári vorum við Halldór Warén svo lánsamir að fá tækifæri til að ferðast til Jakútíu og halda þar tónleikaröð ásamt söngkonunni Kjuregej. Við það að hlusta á þarlenda tónlist áttaði ég mig á því að hrynjandi og laglínur jakútískrar tónlistar væru á djúpsæjan hátt bæði líkar og ólíkar tónlist á norðurslóðum Evrópu. Hugmyndin á bak við spunann í mínum undirleik og í áframhaldandi útfærslu „tónlistarlandslags“ kvæðanna var sú að skapa einhvers konar blöndu tónlistar þeirra þjóða sem búa umhverfis norðurheimskautið; að íslensk ljóð og kvæði fái að hljóma samhliða öðrum hljóðheimum norðursins“.

Perhaps we could call these performances an improvisation of lyrical chanting. Their source is a collection of old Icelandic chants performed by Áslaug Sigurgestsdóttir accompanied by Charles Ross, who improvises on various instruments. This CD is a collection of 21 songs, both old traditional chants as well as new variations built on old verses. These traditional chants have mostly only been used with traditional forms of poetry, as most of the poems on this CD are. However, we have made an attempt to stretch the traditional short chants into a more extended, joining the poems into one continuous piece of music. Halldór Warén headed all recording and production work.

About the music Charles says: "Last year Halldór Waren and I were fortunate in having the opportunity of travelling to Yakutia to play a series of concerts with Kjuregei Argunova.
Listening to the music there, I was aware of profound differences and similarities between the rhythms and melodies of Yakutia and those of the European far North.
While improvising the initial live accompaniments and multi-layering the extended soundscapes, I had in mind a sort of hybrid circumpolar folk music; that the chants and poetry of East-Iceland would resonate with other musical sources around the Arctic Circle".

Áslaug Sigurgestsdóttir er fædd 1971. Hún er uppalin í Hafnarfirði en heillaðist af austfiskri náttúru 11 ára gömul og býr nú á Fljótsdalshéraði. Áslaug starfar sem grunnskólakennari. Hún hefur átt samleið með tónlistargyðjunni frá barnsaldri, lærði ung á flautu, tók þátt í kórastarfi og var í söngnámi. Hún hefur verið virk í tónlistarlífi á Austurlandi, sungið í kórum og minni sönghópum. Áslaug er mikill unnandi ljóða og kvæðalaga og hefur oft komið fram á mannamótum þar sem hún hefur flutt stökur, ljóð og óhefðbundinn skáldskap undir gömlum stemmum og nýjum tilbrigðum.

Charles Ross er fæddur á Bretlandseyjum 1965. Hann nam tónlist í listaháskóla í Dartington í Englandi. Charles flutti til Íslands 1986 og hefur síðan þá verið búsettur á Austurlandi. Auk þess að starfa sem tónlistarkennari semur Charles tónlist, er fjölhæfur hljóðfæraleikari og spunameistari. Þá hefur hann lokið doktorsprófi í tónsmíðum og staðið fyrir vinnustofum í nútímatónsmíðum á Austurlandi. Hann hefur komið fram á Myrkum músikdögum, kennt heimstónlist við Listaháskóla Íslands og samtímatónlist við háskólann í Glasgow. Nýlega flutti Sinfóníuhljómsveit skoska útvarpsins (BBC) sinfónískt verk eftir hann. Árið 2007-2008 var Charles valinn bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs. Hann hefur áður unnið að tveimur geisladiskum með Halldóri Warén; „Lævirkinn“ ásamt jakútísku söngkonunni Kjuregej og „Ekki bara fyrir börn“ sem hefur að geyma ameríska „bluegrass“ tónlist við íslenska texta.

Warén Music er lítið útgáfufyritæki bræðranna Halldórs og Villa Warén sem gefið hefur út ,,Bíum Bíum" - Spiladósartónlist, Rokktónlist með hljómsveitinni VAX, heimstónlist með listakonunni Kjuregej sem fékk íslensku tónlistarverðlaunin 2013 og ,,Ekki bara fyrir börn" sem minnst er á hér að ofan.


Áslaug Sigurgestdóttir was born in 1971. She was raised in Hafnarfjörður, but acquired an affection for the east after being enchanted by its nature, only 11 years of age. She now lives in the district of Fljótsdalshérað, employed as an elementary school teacher. She has glided with the goddess of music since she was a child, through flute and song classes in addition to small singing groups and choruses. Áslaug adores and admires poetry. She has performed during many occasions, a variety of chants and poems, both traditional and new variations.

Charles Ross was born in the U.K. in 1965. He studied music at Dartington college of arts and then moved to the East of Iceland in 1986 where he has lived ever since. Apart from teaching music, Charles is an active composer, multi-instrumentalist and improviser. He has had works performed in Myrkirmusikdagar, chiefly with his band “Stelkur” and has also taught„ World Music” at the Icelandic Academy of Arts and Contemporary music techniques at the University of Glasgow. Recently he has had symphonic works played by the BBC Scottish orchestra. Charles was Artist in residence in Fljótsdalshérað from 2007- 8. He holds a doctorate in music composition and has hosted various New Music Workshops in the East of Iceland. He has collaborated with Halldór Warén on two other disks: “Lækvirkinn” by the Yakutian singer Kuregej and “Ekki Bara Fyrir Börn”, an American bluegrass album with Icelandic lyrics.

Warén Music is a small record company owned by the brothers Halldor and Villi Warén.

credits

released December 1, 2014

Söngur (Vocal)
Áslaug Sigurgestsdóttir
Hjóðfæraleikur - Raddir - (music)
Charles Ross

Útlitshönnun (Design)
Villi Warén

Ljósmyndir (Photos)
KOX o.fl.

Upptökur fóru fram 2013-2014
(Recordings took place 2013- 2014)
Studio Ey, Sláturhúsinu

Upptaka-Hljóðblöndun-Mastering-Umsjón
(Recordings - Producer - Management)
Halldór Warén. 

Útsetningar- (Music Arrangement)
Áslaug - Charles - Halldór

TAKK

license

all rights reserved

tags

about

Waren Music Iceland

Warén Music is a little family Label making good music.

Bium Bium musicbox

VAX Rock n Roll department

Kjuregej "Alexandra Argunova"
Siberian folk music

and our friend Magni all kind of music :)

Thanx Dóri & Villi
... more

contact / help

Contact Waren Music

Streaming and
Download help

Shipping and returns

Redeem code

Report this album or account

If you like Þræðir- lindur sem kliða, you may also like: